Friday, November 25, 2005




Bloggið mitt er flutt hingað!

Góðar stundir...

Tuesday, November 15, 2005

Monday, November 14, 2005

Þetta er undarlegasta græja sem ég hef séð lengi.
Björn Þór birti þetta kvits á frægri bloggsíðu sinni, og ég get ekki annað en tekið áskoruninni og fyllt draslið út. Hér er það. Vonandi lagast svo bloggers blockið mitt svo bráðum og mér fer að detta í hug eitthvað af viti til að skrifa um.



Fyrsta sem kemur upp þegar þú Gúgglar fullt nafnið þitt?
þessi síða.

Uppáhalds Lykt?
Ég veit það ekki.

Lestu Blaðið?
Stundum, geri Su-doku og fylgist einstaka sinnum með það sem vinir mínir eru að gera þarna.

Uppáhalds raunveruleikasjónvarp þessa stundina?
Ég á ekki sjónvarp.

Hvað er í sjónvarpinu? Eitthvað spes?
Ég á ennþá ekki sjónvarp.

Hvaða hljóðfæri vildir þú helst eiga og vera geðveikt góð/ur á?
Kúabjalla.

Hvaða lag er mest óþolandi?
Ekkert sem ég man eftir í augnablikinu, en allt yngri en 10 ára með Stuðmönnum er alltaf pottþéttur aulahrollsgjafi.

Hvað er uppáhalds lagið þitt með Stuðmönnum?
Hah! Ég var ekki búinn að lesa þessa spurningu þegar ég skrifaði þá síðustu. Ætli það sé ekki eitthvað lag sem ég heyrði í útvarpsþætti Simma á Rás 2 í gær, sem Quarashi samplaði svo. Var á plötunni Tívolí. Man ekki hvað lagið heitir.

Fyrsti geisladiskurinn sem þú keyptir?
Like A Prayer með Madonna, ef ég man rétt.

Hvar viltu vera einmitt núna?
Á kaffihúsi í New York með Halla vini mínum. Eða á kaffihúsi í London með Ivani. Eða bara tsjillin á Prikinu. Nema bara í útlöndum. Mér langar allavega í kaffi, og til útlanda.

All-Time uppáhalds karakter í Nágrönnum?
Ég man það ekki. Flestir karakterarnir stuðuðu mig massíft. Ég fílaði eitthvað af unga fólkinu, en það var samt allt nokkurnveginn eins.

Manstu eftir Punky Brewster?
Ójá.

Hvað var það síðasta sem einhver sagði við þig?
"Hæ." - Björn Þór.

Hvað drakkstu mikið síðast?
Einn G&T.

Hvar mundirðu frekar vilja vera í eina viku: Í villta vestrinu eða í geimskipi í framtíðinni?
Hvorugt eiginlega. Það er samt hægt að fá sér kaffi og sígó í villta vestrinu, þannig að það verður bara að vera málið.

Getur þú haldið uppi fótbolta?
Ekki sjens.

Hvað er dýrasti/verðmætasti hluturinn sem þú átt?
Ég á ekki neitt dýrt, nokkrar græjur, en ekkert sem er eitthvað massa value. Mér þykir ofsalega vænt um AA bókina mína í augnablikinu.

Hefur þú skotið af byssu?
Nei.

Borðarðu nóg af grænmeti?
Nje. Ekki alveg.

Dóp?
Ég er bindindismaður.

Hvað pantar þú á pizzuna þína?
New York Pizza hjá Dómínós eða Snigla- og rjómaostspizza á Eldsmiðjunni.

Hvað heitir hinn gæjinn í Wham?
Þetta er vonlaus spurning Björn Þór! Þú skrifaðir svarið beint fyrir framan! Það er annars Andrew Ridgeley.

Átt þú eitthvað úr Nonnabúð?
Neibb.

Hvað keyptirðu seinast?
Eitthvað svona próteinbar.

Kanntu að dansa?
Neibb. Ætti að fara að skella mér á námskeið, hressa upp á djæv múvin.

Mundir þú gefa George W Bush high-five?
Það eiga allir skilið smá High-five.

Hvað er fyrsta lagið sem inniheldur saxafón sem kemur upp í hugann?
Baker Street með Gerry Rafferty, hvað annað?

Hvenær sástu David Caruso síðast á skjánum?
Í fyrradag heima hjá Birni Þór.

Hver skaut J.R.?
Mark Chapman

Hvernig sjampó notar þú?
Ekkert.

Hvernig er uppáhalds stuttermabolurinn þinn?
Ég geri ekki upp milli barnanna minna.

Hverjir eru bestir??
Team Tuf-E-Nuf!

Við hvað ertu hrædd/ur?
Stelpur.

Hvað mundir þú gera ef það gæmi upp zombífaraldur?
Ég veit það ekki, en ef það kæmi upp The Zombies faraldur þá væri ég glaður.

Og að lokum, Nördaleg játning:
Mér finnst best að hlusta á powerballöður í ræktinni. Fleetwood Mac þá helst.

Björn Þór var með opið klukk á þessu, og ég ætla bara að láta það standa. Ef þú lest þetta, þá verðurðu bara að gera kvitsið, og pósta á blogginu þínu. Annars verður þú étin/n af leðurblökum.

Friday, November 04, 2005

Ég get stundum verið svolítið fanatískur. Einn af hlutunum sem gerir mig alltaf alveg brjálaðann er þegar skynsamt fólk sendir áfram heimskuleg og jafnvel skaðleg bréf. Yfirleitt þegar ég fæ svona til mín þá eyði ég svona tvemur til þremur mínútum í að afsanna það sem fólk hefur sent á mér og skila til baka.

Ég var að fá eftirfarandi sent áðan:

Eftirfarandi gerðist í París nú á dögunum.
Það gerðist í leikhúsi að manneskja sem settist í sæti sitt fann að
eitthvað stóð upp úr setunni og stakkst í hana ..
Þegar hún stóð upp til að athuga málið kom í ljós nál og lítill miði
sem á stóð:
" Þú hefur hér með smitast af HIV"
Rannsóknasetur smitsjúkdóma (Í París) hefur gefið út skýrslu þar
sem fram kemur að þetta er ekkert einstakt dæmi heldur hefur þessum
tilfellum verið að fjölga jafnt og þétt.
Allar þær nálar sem hafa fundist á þennan hátt hafa ALLAR reynst
HIV jákvæðar.
Auk þess sem þessar nálar finnast í leikhúsum og kvikmyndahúsum hafa
þær líka verið að finna þar sem maður tekur út peningaseðlana í
hraðbönkum !!!
Við viljum byðja alla að sýna ítrustu varúð við þessar aðstæður.
Öll almenningssæti hvar sem þau eru að finna ætti að skoða varlega
áður en sest er í þau.
Þeir vilja ennfremur byðja þig að koma þessari tilkynningu áfram til
allra sem þú þekkir til að koma í veg fyrir að fleiri smitist á
þennan hátt.
Þessar upplýsingar hafa verið sendar til allra lögregluembætta í
Frakklandi og þeir verið beðnir um
að koma þeim áleiðist í sínum heimabæjum.Við höfum einnig verið
beðin um að koma þessu áleiðis til eins margra og við getum og
vonumst til að þú gerir slíkt hið sama.
Með því að taka nokkrar sekundur til að koma þessu áfram getur ÞÚ
bjargað mannslífum.

Með kveðju,
Dagbjört Sumarliðadóttir
Landspitali Háskólasjúkrahús
Upplýsingatæknisvið, þjónustuver
Eiríksgötu 5, Eiríksstöðum.
e-mail; dagbjs@landspitali.is
s:5602090 bs;5602094


Svona var svarið mitt:

Þetta bréf sem þú sendir á ******** varðandi eyðnissmitaðar nálar er útgáfa af gömlu gabb-bréfi sem hefur verið í gangi á netinu í mörg ár. Þú finnur meira um gabb bréfið hér.

http://hoaxbusters.ciac.org/HBUrbanMyths.shtml?universal

Ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki þegar það kemur svona hlutum af stað, og ekki heldur þegar þeir þýða og staðfæra til þess að plata samlanda sína.

Ég prófaði að senda línu á póstfangið sem gefið var upp í bréfinu, og fékk til baka að adressan var ekki til. Ég leitaði af nafninu á vef landsspítalans, og fékk það út að kona með þessu nafni er ekki og hefur ekki unnið hjá landsspítalanum nýlega.

Ljótur hræðsluáróður af þessu tagi er kannski ekkert rosalega skaðlegur, en ég vil samt meina að þegar þú færð upplýsingar af þessu tagi, þá er það réttasta í stöðunni að kanna með smá google'i hvort að eitthvað sé til í þessu.

Ég hef tekið við hundruðum svona bréfa á þeim tólf árum sem ég hef verið netnotandi, og ekki eitt þeirra hefur haft hót af sannleika í sér.

Thursday, September 29, 2005

Ég var "klukkaður" af Birni Þór, og verð víst að leysa frá skjóðunni.

1: Ég er hættur að drekka. Partíið er búið.
2: Ég er með mynd af Birni Þór límda við tölvuskjáinn minn.
3: Ég meiri pening í kaffi (15k) en ég eyði í sígarettur (10k) á mánuði.
4: Ég meika ekki svona drykkjarhljóð. Útvarpsauglýsingar fyrir drykki sem hljóða þannig að einhver sveittur útvarpskall drekkur flösku af pepsí og dæsir síðan, og muldrar síðan nafnið á drykkjartegundinni eru alveg verstar. Ég hætti að kaupa Carlsberg á sínum tíma út af því að ég var svo reiður yfir þessu.
5: Ég er hættur að borða nammi en borða allt of mikið af Maximize Protein Bar í staðinn.

Ég klukka Odd og Árna Mondeyano.

Saturday, June 18, 2005

Flickr


Daniel víkingur
Originally uploaded by svennirusl.
Ég var að henda inn slatta af símamyndum á Flickr síðuna mína. Þið getið skoðað þær hér

Monday, June 06, 2005