Thursday, September 29, 2005

Ég var "klukkaður" af Birni Þór, og verð víst að leysa frá skjóðunni.

1: Ég er hættur að drekka. Partíið er búið.
2: Ég er með mynd af Birni Þór límda við tölvuskjáinn minn.
3: Ég meiri pening í kaffi (15k) en ég eyði í sígarettur (10k) á mánuði.
4: Ég meika ekki svona drykkjarhljóð. Útvarpsauglýsingar fyrir drykki sem hljóða þannig að einhver sveittur útvarpskall drekkur flösku af pepsí og dæsir síðan, og muldrar síðan nafnið á drykkjartegundinni eru alveg verstar. Ég hætti að kaupa Carlsberg á sínum tíma út af því að ég var svo reiður yfir þessu.
5: Ég er hættur að borða nammi en borða allt of mikið af Maximize Protein Bar í staðinn.

Ég klukka Odd og Árna Mondeyano.

3 Comments:

Blogger Bobby Breidholt said...

Naumast hvað Svenni er orðinn duglegur, blogg og Flickr uppfærsla á einum og sama deginum!

Thursday, September 29, 2005 11:26:00 AM  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ég er mjög stoltur af þér svenni. Að losa sig undan þunga fíknar er ákaflega erfitt. Ég var farinn að hafa áhyggjur af þér á tímabili, en hafði alltaf trú á því að þú gætir fundið kraftinn hið innra og sigrað djöflana sem stjórna okkur stundum. Þetta verður erfitt, ég veit hvað þú ert að ganga í gegnum. Mundu að ég mun vera hér og styðja við bakið á þér.

Til hamingju með að vera hættur að borða nammi Svenni minn.

Friday, September 30, 2005 2:50:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hættur að borða nammi og byrjaður að borða pólýester.

Skrifa meira.

Monday, October 03, 2005 3:46:00 PM  

Post a Comment

<< Home