Ég get stundum verið svolítið fanatískur. Einn af hlutunum sem gerir mig alltaf alveg brjálaðann er þegar skynsamt fólk sendir áfram heimskuleg og jafnvel skaðleg bréf. Yfirleitt þegar ég fæ svona til mín þá eyði ég svona tvemur til þremur mínútum í að afsanna það sem fólk hefur sent á mér og skila til baka.
Ég var að fá eftirfarandi sent áðan:
Eftirfarandi gerðist í París nú á dögunum.
Það gerðist í leikhúsi að manneskja sem settist í sæti sitt fann að
eitthvað stóð upp úr setunni og stakkst í hana ..
Þegar hún stóð upp til að athuga málið kom í ljós nál og lítill miði
sem á stóð:
" Þú hefur hér með smitast af HIV"
Rannsóknasetur smitsjúkdóma (Í París) hefur gefið út skýrslu þar
sem fram kemur að þetta er ekkert einstakt dæmi heldur hefur þessum
tilfellum verið að fjölga jafnt og þétt.
Allar þær nálar sem hafa fundist á þennan hátt hafa ALLAR reynst
HIV jákvæðar.
Auk þess sem þessar nálar finnast í leikhúsum og kvikmyndahúsum hafa
þær líka verið að finna þar sem maður tekur út peningaseðlana í
hraðbönkum !!!
Við viljum byðja alla að sýna ítrustu varúð við þessar aðstæður.
Öll almenningssæti hvar sem þau eru að finna ætti að skoða varlega
áður en sest er í þau.
Þeir vilja ennfremur byðja þig að koma þessari tilkynningu áfram til
allra sem þú þekkir til að koma í veg fyrir að fleiri smitist á
þennan hátt.
Þessar upplýsingar hafa verið sendar til allra lögregluembætta í
Frakklandi og þeir verið beðnir um
að koma þeim áleiðist í sínum heimabæjum.Við höfum einnig verið
beðin um að koma þessu áleiðis til eins margra og við getum og
vonumst til að þú gerir slíkt hið sama.
Með því að taka nokkrar sekundur til að koma þessu áfram getur ÞÚ
bjargað mannslífum.
Með kveðju,
Dagbjört Sumarliðadóttir
Landspitali Háskólasjúkrahús
Upplýsingatæknisvið, þjónustuver
Eiríksgötu 5, Eiríksstöðum.
e-mail; dagbjs@landspitali.is
s:5602090 bs;5602094
Svona var svarið mitt:
Þetta bréf sem þú sendir á ******** varðandi eyðnissmitaðar nálar er útgáfa af gömlu gabb-bréfi sem hefur verið í gangi á netinu í mörg ár. Þú finnur meira um gabb bréfið hér.
http://hoaxbusters.ciac.org/HBUrbanMyths.shtml?universal
Ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki þegar það kemur svona hlutum af stað, og ekki heldur þegar þeir þýða og staðfæra til þess að plata samlanda sína.
Ég prófaði að senda línu á póstfangið sem gefið var upp í bréfinu, og fékk til baka að adressan var ekki til. Ég leitaði af nafninu á vef landsspítalans, og fékk það út að kona með þessu nafni er ekki og hefur ekki unnið hjá landsspítalanum nýlega.
Ljótur hræðsluáróður af þessu tagi er kannski ekkert rosalega skaðlegur, en ég vil samt meina að þegar þú færð upplýsingar af þessu tagi, þá er það réttasta í stöðunni að kanna með smá google'i hvort að eitthvað sé til í þessu.
Ég hef tekið við hundruðum svona bréfa á þeim tólf árum sem ég hef verið netnotandi, og ekki eitt þeirra hefur haft hót af sannleika í sér.
Ég var að fá eftirfarandi sent áðan:
Eftirfarandi gerðist í París nú á dögunum.
Það gerðist í leikhúsi að manneskja sem settist í sæti sitt fann að
eitthvað stóð upp úr setunni og stakkst í hana ..
Þegar hún stóð upp til að athuga málið kom í ljós nál og lítill miði
sem á stóð:
" Þú hefur hér með smitast af HIV"
Rannsóknasetur smitsjúkdóma (Í París) hefur gefið út skýrslu þar
sem fram kemur að þetta er ekkert einstakt dæmi heldur hefur þessum
tilfellum verið að fjölga jafnt og þétt.
Allar þær nálar sem hafa fundist á þennan hátt hafa ALLAR reynst
HIV jákvæðar.
Auk þess sem þessar nálar finnast í leikhúsum og kvikmyndahúsum hafa
þær líka verið að finna þar sem maður tekur út peningaseðlana í
hraðbönkum !!!
Við viljum byðja alla að sýna ítrustu varúð við þessar aðstæður.
Öll almenningssæti hvar sem þau eru að finna ætti að skoða varlega
áður en sest er í þau.
Þeir vilja ennfremur byðja þig að koma þessari tilkynningu áfram til
allra sem þú þekkir til að koma í veg fyrir að fleiri smitist á
þennan hátt.
Þessar upplýsingar hafa verið sendar til allra lögregluembætta í
Frakklandi og þeir verið beðnir um
að koma þeim áleiðist í sínum heimabæjum.Við höfum einnig verið
beðin um að koma þessu áleiðis til eins margra og við getum og
vonumst til að þú gerir slíkt hið sama.
Með því að taka nokkrar sekundur til að koma þessu áfram getur ÞÚ
bjargað mannslífum.
Með kveðju,
Dagbjört Sumarliðadóttir
Landspitali Háskólasjúkrahús
Upplýsingatæknisvið, þjónustuver
Eiríksgötu 5, Eiríksstöðum.
e-mail; dagbjs@landspitali.is
s:5602090 bs;5602094
Svona var svarið mitt:
Þetta bréf sem þú sendir á ******** varðandi eyðnissmitaðar nálar er útgáfa af gömlu gabb-bréfi sem hefur verið í gangi á netinu í mörg ár. Þú finnur meira um gabb bréfið hér.
http://hoaxbusters.ciac.org/HBUrbanMyths.shtml?universal
Ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki þegar það kemur svona hlutum af stað, og ekki heldur þegar þeir þýða og staðfæra til þess að plata samlanda sína.
Ég prófaði að senda línu á póstfangið sem gefið var upp í bréfinu, og fékk til baka að adressan var ekki til. Ég leitaði af nafninu á vef landsspítalans, og fékk það út að kona með þessu nafni er ekki og hefur ekki unnið hjá landsspítalanum nýlega.
Ljótur hræðsluáróður af þessu tagi er kannski ekkert rosalega skaðlegur, en ég vil samt meina að þegar þú færð upplýsingar af þessu tagi, þá er það réttasta í stöðunni að kanna með smá google'i hvort að eitthvað sé til í þessu.
Ég hef tekið við hundruðum svona bréfa á þeim tólf árum sem ég hef verið netnotandi, og ekki eitt þeirra hefur haft hót af sannleika í sér.
2 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
lart mikid
Post a Comment
<< Home