Tuesday, April 26, 2005



Undur nútímatækninar.

Ég var að uppfæra stýrikerfið mitt, og núna styður vafrinn minn svokallað RSS.

Í stað þess að vera bara með bookmarks á þau blogg og þær fréttasíður sem ég skoða reglulega, þá sækir vafrinn minn fréttastrauma af þessum síðum á hálftíma fresti, þannig að þegar mér langar til þess að skoða blogg frá vinum mínum eða nýjar tæknifréttir, þá læt ég Safari bara opna eina síðu með öllu nýjasta dótinu úr viðkomandi flokk. Þannig spara ég mér að opna fimmtán mismunandi síður þegar bara tveir eða þrír eru búnir að uppfæra, og efni af síðum sem uppfæra sjaldan fer síður framhjá mér. Helvíti sniðugt.

- - -

Ég er að verða sí hrifnari af tónlist manns sem kallar sig Momus. Ég hef reyndar ekki fundið mikið af efni með honum, en þau tvö lög sem ég er búinn að vera með eru alveg stórkostleg.

As You Turn To Go - The 6ths & Momus

Þetta lag gerir hann með The 6ths, sem er hliðarprójekt Stephin Merritt, aðalsprautunar úr The Magnetic Fields.

- - -

Við gáfum út nýtt eintak af VAMM fyrir um tíu dögum síðan, sem þið getið skoðað hér (10 mb, PDF)

2 Comments:

Blogger Bobby Breidholt said...

RSS stendur fyrir Rosalegur Stundar Sparnaður

Tuesday, April 26, 2005 2:01:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég á disk með Momus, keypt'ann löglega í Skífunni einhverntímann í gamla daga. Diskurinn heitir Ping Pong og er æði. Ég sýndi þér hann þegar við gerðum Rímnamín, manstu, gradient undir textunum.

http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/B0000256LG/qid=1114968603/sr=8-3/ref=sr_8_xs_ap_i3_xgl/026-9982439-8162811

Hefði gert link ef ég vissi hvernig maður gerði það í þessum blógi.

Sunday, May 01, 2005 10:31:00 AM  

Post a Comment

<< Home